fbpx
Útsala!

Wonderblading 3in1 Lip Scrub

3.392 kr.

Skrúbbar burt þurra húð & húðflögur með fíngerðum sykurkornum, gefur vörunum mikinn raka & djúpnærir þær með Shea-butter & Algae.
Sérlega þægilegur í notkun þar sem vara-skrúbburinn er í laginu eins og “vaxlitur” og því enginn sóðaskapur sem fylgir notkun hans! 

Má nota daglega fyrir dásamlega mjúkar, sléttar & heilbrigðar varir.
Virkar eins og “primer” og því fullkomin grunnur undir varalitinn!

▪️ Nærir, mýkir & sléttir varirnar eins og draumur einn með djúpnærandi Shea-butter & Algae sem er stútfullt af andoxunarefnum.

▪️ Hreinsar burt þurrar “húðflögur” samstundis með fíngerðum sykurkornum sem gerir varirnar ótrúlega sléttar og mjúkar.

▪️ Auðveldur í notkun, í raun eins og að nota varasalva í laginu eins og vaxlitur sem snúið er upp á.

Vegan, án parabena & ekki prófaður á dýrum. Inniheldur aðeins ábyrg innihaldsefni.

Notkunarleiðbeiningar

Skref 1:
Snúðu upp á Skrúbbinn. Berðu á efri & neðri vör. Þú gætir fundið fyrir sætu bragði.

Skref 2: 
Nuddaðu vörunum saman í nokkrar sekúndur til að fá virknina.
Sért þú með mikinn þurrk og upphleyptar húðflögur, er gott að “dúmpa” yfir mesta þurrkinn með fingurgómunum til að losa húðflögurnar.

Skref 3: 
Þurrkaðu skrúbbinn af vörunum með röku eða þurru bréfi.
Sért þú að fara að nota Wonderblading Lip kit varalitinn eftir notkun skrúbbsins skaltu bíða í eina mínútu og leyfa vörunum að draga í sig rakann áður en þú berð varalitinn á varirnar.

Inniheldur:
Polybutene, Microcrystalline Cellulose, Octyldodecanol, Polyethylene, Tridecyl Trimellitate, Sucrose, Hydrogenated Polyisobutene, Bis-Diglyceryl Polyacryladipate-2, Pentaerythrityl Tetraisostearate, Butyrospermum Parkii (Shea) Butter, Dipentaerythrityl Hexahydroxystearate, Cellulose Gum, Beeswax (Cera Alba), Copernicia Cerifera (Carnauba) Wax (Copernicia Cerifera Cera), Microcrystalline Wax (Cera Microcristallina), Sodium Saccharin, Menthone Glycerin Acetal

3 á lager

Flokkur: